Dec
5
6:00 PM18:00

Jólafundur Félags háskólakvenna

Kæru háskólakonur

Jólafundur Félags háskólakvenna verður haldinn á Hótel Holti, fimmtudaginn 5. desember frá kl 18:00-20:00

Að venju munum við fá góða gesti  til okkar sem og njóta góðra veitinga í fallegu umhverfi.  Jólasnittur og tilheyrandi verða í boði á sanngjörnu verði.

Gestir jólafundarins í ár verða rithöfundarnir Eva Björg Ægisdóttir og Gerður Kristný Guðjónsdóttir og munu þær lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Eva Björg kom fyrst fram á sjónarsvið íslenskra lesenda árið 2018 þegar hún sigraði í samkeppninni Svartfuglinn. Bækur Evu hafa hlotið margvísleg verðlaun innanlands og utan. Marrið í stiganum vann til hinna virtu glæpasagnaverðlauna Breta, CWA Dagger og fékk einnig Thrillzone Award í Hollandi fyrir bestu fyrstu glæpasöguna. Heim fyrir myrkur hlaut Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann árið 2023. Bækur Evu Bjargar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál.

Gerður Kristný skrifar jöfnum höndum verk fyrir börn og fullorðna og hefur sent frá sér skáldsögur, ljóð og leikrit auk annars efnis. Gerður Kristný hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar.
Ljóð og smásögur Gerðar Kristnýjar hafa birst í kennslubókum fyrir grunn- og framhaldsskóla, auk þess sem ljóð hennar og smásögur eru í ýmsum safnritum og tímaritum, íslenskum sem erlendum. Bækur Gerðar Kristnýjar hafa  komið út víða um heim.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar í jólastemmningu á Holtinu. Vinsamlegast skráið þátttöku með því að svara þessum tölvupósti. 

Staður: Hótel Holt, Bergstaðastræti 37.
Stund: 5. desember kl. 18:00-20:00
Skráning:
felaghaskolakvenna@gmail.com

View Event →

Nov
4
5:00 PM17:00

Heimsókn til Veðurstofu Íslands

Háskólakona ársins 2023, Dr. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur býður félagskonum í heimsókn til Veðurstofu Íslands þann 4. nóvember nk frá kl 17:00-18:00.

Kristín mun flytja erindi um eldfjallavöktun, áskoranir og stjórnun við ólíkar aðstæður.

Í kjölfar erindis verða umræður og létt spjall

Vinsamlegast staðfestið mætingu með því að senda tölvupóst á netfangið felaghaskolakvenna@gmail.com

Hlökkum til þess að sjá ykkur sem flestar

View Event →
Sep
26
11:30 AM11:30

Hádegisfundur á Holti

Þann 26. september næstkomandi kl: 11:30-13:00 er boðað til hádegisfundar á Hótel Holti þar sem Margrét Jónsdóttir Njarðvík, spænskufræðingur og rektor Háskólans á Bifröst sýnir á sér nýja hlið.

Býr pílagrímur í okkur öllum?

Á fundinum munum við velta því fyrir okkur hvort pílagrím sé að finna í okkur öllum og hvað hvetji fólk, fyrr og síðar til pílagrímsferða? Margrét hefur farið oftar en 20 sinnum Jakobsveginn, stundum allt að 1000 km í senn en oftast 300 km hverju sinni. Margrét mun fjalla um hvað það er að vera pílagrímur og hvernig það tengist því að lifa í grósku og hætta aldrei að vinna með sig

Njótum þess að eiga góða hádegisstund saman á Hótel Holti í góðra kvenna hópi. Félagskonur eiga þess kost að kaupa hádegisverð frá eldhúsi Hótel Holts á sanngjörnu verði.

Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið felaghaskolakvenna@gmail.com

Hlökkum til þess að sjá ykkur sem flestar!

View Event →
Jun
5
5:00 PM17:00

Aðalfundur Félags háskólakvenna

Stjórn Félags háskólakvenna boðar til aðalfundar félagsins, miðvikudaginn 5. júní 2024 kl. 17.00 – 18.00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Holti.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar og skulu þau berast eigi síðar en 29. maí á netfangið felaghaskolakvenna@gmail.com  þær sem bjóða sig fram til stjórnar skulu vera félagskonur, hafa greitt félagsgjöld og skulu láta ferilskrá fylgja með framboði.

Dagskrá

  1. Kosning fundastjóra og ritara

  2. Greint frá störfum félagsins á liðnu starfsári

  3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins

  4. Kosning stjórnar

  5. Kosning skoðunarmanns reikninga

  6. Ákvörðun árgjalds

  7. Önnur mál

Að loknum aðalfundarstörfum verður veittur  rannsóknastyrkur Félags háskólakvenna til háskólakonu í framhaldsnámi.

25. maí 2024

Stjórn Félags háskólakvenna

View Event →
May
23
4:00 PM16:00

Heimsókn í Hússtjórnarskólann í Reykjavík: 23. maí kl 16

Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans tekur á móti félagskonum í pönnukökukaffi í Hússtjórnarskólanum þann 23. maí nk kl 16.

Marta María segir okkur frá starfsemi skólans, nýjungum í starfseminni og framtíðarsýn fyrir Hússtjórnarskólann.  Ánægjulegt er að segja frá því að Bandalag kvenna í Reykjavík veitti Mörtu Maríu hvatningarviðurkenningu ársins 2023  fyrir störf sín í þágu skólans.

Eftir kaffið göngum við um húsið með skólameistaranum og kynnumst starfseminni betur.

Fjölmennum og kynnum okkur starfsemi Hússtjórnunarskólans - endilega takið með ykkur vinkonu.

Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á felaghaskolakvenna@gmail.com

Staður: Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, Sólvallagötu 12, 101 Reykjavík
Stund: 23. maí kl 16-17:30
Verð: 3.500 kr fyrir pönnukökur og kaffi (vinsamlegast athugið að skólinn er ekki með posa).

Skráning:  felaghaskolakvenna@gmail.com

View Event →
Mar
21
6:00 PM18:00

Afhending viðurkenningar fyrir Háskólakonu ársins 2023

Stjórn Félags háskólakvenna býður til samkomu í tilefni af afhendingu viðurkenningar félagsins um háskólakonu ársins 2023. Afhendingin fer fram á Hótel Holti, Þingholti, næstkomandi fimmtudag, 21. mars kl. 18.00.

Við valið á háskólakonu ársins er horft til þess til viðbótar við að viðurkenningarhafi hafi háskólagráðu að framlag háskólakonu ársins til samfélagsins þyki skara fram úr, að hún sé brautryðjandi á sínu fagsviði og að hún sé góð fyrirmynd fyrir aðrar háskólakonur.

Tilgangurinn með viðurkenningunni er að vekja athygli á fjölbreyttum starfsvettvangi háskólakvenna, beina kastljósinu að störfum þeirra og rannsóknum og undirstrika framlag þeirra til samfélagsins. Auk þess sem félagið vill fagna framgangi þeirra, áræðni og sérstökum árangri.

Vinsamlegast skráið þátttöku á netfang Félags háskólakvenna: felaghaskolakvenna@gmail.com

View Event →
Nov
23
6:00 PM18:00

Jólafundur Félags háskólakvenna á Hótel Holti

Jólafundur Félags háskólakvenna á Hótel Holti, fimmtudaginn 23. nóvember og hefst kl. 18:00.

Að venju munum við fá góða gesti til okkar sem og njóta góðra veitinga í fallegu umhverfi.

Gestir jólafundarins í ár verða:

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttamaður á RÚV. Sigríður er stúdent frá MR og nam sagnfræði og spænskar bókmenntir við HÍ og háskólann í Salamanca og blaðamennsku við Columbia-háskóla í New York. Sigríður hefur starfað sem fréttamaður við Ríkisútvarpið um árabil og m.a. verið umsjónarmaður umræðuþáttarins Silfur Egils. Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016, og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningar-verðlauna DV. Skáldsagan Hamingja þessa heims, riddarasaga var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2022. Sigríður mun gefa okkur innsýn í verk sín og m.a. segja okkur frá tengingu þeirra við innri og ytri hamfarir. Þá mun Sigríður fjalla um hvernig efnistökin koma til hennar og hvað hún sé með í smíðum þessi misserin.

Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sérsvið hennar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði. Sólveig er stúdent frá MH og útskrifaðist sem Theol. Cand. frá HÍ árið 1985. Doktorsprófi í guðfræðilegri siðfræði lauk Sólveig Anna frá Háskólanum í Uppsala í Svíþjóð árið 1998. Eftir doktorspróf starfaði hún sem lektor í siðfræði við Guðfræðideild Uppsalaháskóla. Sólveig hefur starfað við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ frá árinu 2008. Á fundinum mun Sólveig Anna segja okkur frá sérsviðum sínum og m.a. tengja boðskap jólanna við feminísk siðfræði.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og endilega takið með ykkur vinkonu.

Staður: Hótel Holt, Bergstaðastræti 37.

Stund: 23. nóvember kl. 18:00-20:00

Skráning: felaghaskolakvenna@gmail.com

View Event →
Oct
24
5:00 PM17:00

Heimsókn í HR - Magnavita

  • Opni Háskólinn í Reykjavík (map)
  • Google Calendar ICS

Kæru félagskonur

þann 24. október kl. 17 - á sjálfan Kvennafrídaginn mun Dr Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir taka á móti félagskonum í Opna háskólanum í HR og segja okkur frá Magnavita náminu.

Tilgangur og markmið Magnavita námsins er að stuðla að fjölgun spennandi og heilbrigðra æviára með því að auka hreysti, virkni og félagsleg tengsl. Guðfinna mun segja okkur frá tilurð námsins og mikilvægi þess að fjárfesta í eigin framtíð og uppgötva nýjar leiðir til að fjölga spennandi og heilbrigðum æviárum.

Vinsamlegast staðfestið mætingu með því að senda skráningu á felaghaskolakvenna@gmail.com

Hlökkum til þess að sjá ykkur sem flestar!

Stjórnin.

Sjá nánar á https://magnavita.is/

View Event →
Feb
20
4:00 PM16:00

Háskólakona ársins 2022

Þann 20. febrúar nk kl: 16 mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynna hver hefur verið valin háskólakona ársins 2022

 

Athöfnin fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu skólans.

 

Við hvetjum félagskonur til þess að mæta og endilega bjóðið með ykkur vinkonu(m). Í boði verða léttar veitingar.

 

Vinsamlegast skráið þátttöku til felaghaskolakvenna@gmail.com

View Event →
Sep
21
4:30 PM16:30

Móttaka í Ráðhúsi Reykjavíkur

Miðvikudaginn 21. september kl. 16.30 - 18.00 mun forseti borgarstjórnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir bjóða félagskonum í móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur í sal á þriðju hæð ráðhússins sem kallast Tjarnarbúð.

Þórdís Lóa mun kynna fyrir okkur helstu verkefni borgarstjórnar í nútíð og framtíð og ræða störf sín sem forseti borgarstjórnar auk þess sem okkur gefst kostur á að skoða Ráðhús Reykjavíkur, sem setur sterkan svip á miðbæ Reykjavíkur og svæðið við Tjörnina.

Vinsamlega staðfestið mætingu á viðburðinn eigi síðar en mánudaginn 19. september með því að senda tölvupóst á Guðmundu Smáradóttur ritara FHK á netfangið gudmunda@lbhi.is.

View Event →
May
13
4:30 PM16:30

Aðalfundur Félags háskólakvenna

Stjórn Félags háskólakvenna boðar hér með til aðalfundar félagsins föstudaginn 13. maí kl. 16.30. Fundurinn verður haldinn á Hótel Holti.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara.

  2. Formaður félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins á liðnu starfsári.

  3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

  4. Kosning stjórnar.

  5. Kosning skoðunarmanns reikninga.

  6. Ákvörðun árgjalds.

  7. Önnur mál.

Að loknum aðalfundarstörfum verður veittur rannsóknarstyrkur FHK.

Reykjavík 2. maí 2022

Stjórn Félags háskólakvenna

View Event →
Mar
23
5:00 PM17:00

Eliza Reid forsetafrú gestur FHK

Kæra félagskona Miðvikudaginn 23. mars nk frá kl 17-18.30 ætlum við að hittast á Hótel Holti, þar sem Geirlaug Þorvaldsdóttir fv. formaður Félags háskólakvenna mun taka vel á móti okkur.

Eliza Reid, bókahöfundur og forsetafrú mun ræða við okkur um fjölbreytileika og jafnrétti í samfélaginu og kynna bók sína „Sprakkar“. Í bókinni fjallar Eliza um margvísleg mál sem snúa að lífi og störfum kvenna á Íslandi. Við hlökkum til að sjá ykkur á Hótel Holti þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.

Vinsamlega staðfestið mætingu á viðburðinn eigi síðar en 22. mars með því að senda tölvupóst á Guðmundu Smáradóttur ritara FHK á netfangið gudmunda@lbhi.is.

View Event →
Feb
23
5:00 PM17:00

Svefn og svefnvandamál kvenna

Félag háskólakvenna stendur fyrir viðburði miðvikudaginn 23. febrúar kl. 17.00 hjá Háskólanum í Reykjavík, stofu M101, þar sem nýkjörin háskólakona ársins Dr. Erna Sif Arnardóttir lektor við verkfræðideild og forstöðumaður Svefnseturs við Háskólann í Reykjavík verður með erindi. Boðið verður upp á veitingar að erindi loknu.

Dagskrá:
Ásta Dís Óladóttir formaður FHK býður félagskonur velkomnar
Erna Sif Arnardóttir flytur erindi um svefn og svefnvandamál kvenna

Um Ernu Sif Arnardóttur
Erna Sif hefur verið leiðandi vísindamaður á sviði svefnrannsókna hér á landi, m.a. sem nýdoktor og aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands, sem forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild við Landspítala, sem klínískur ráðgjafi hjá fyrirtækinu Nox Medical og sem rannsóknasérfræðingur við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Niðurstöður rannsókna hennar hafa birst í ýms­um virt­ustu tíma­rit­um heims á viðkom­andi fræðasviðum og þúsundir fræðimanna hafa vitnað í greinar hennar og rannsóknir.

Vinsamlega staðfestið mætingu á viðburðinn eigi síðar en 22. febrúar með því að senda tölvupóst á Guðmundu Smáradóttur ritara FHK á netfangið gudmunda@lbhi.is.

View Event →
Dec
16
5:00 PM17:00

Háskólakona ársins 2021

Val á Háskólakonu ársins 2021 verður tilkynnt fimmtudaginn 16. desember næstkomandi kl. 17.00. Vegna stöðunnar í samfélaginu er viðburðurinn í streymi á Facebook síðu félagsins og eru félagskonur hvattar til að fylgjast með þessum hátíðlega viðburði.

Þetta er í fimmta sinn sem Félag háskólakvenna heiðrar háskólakonu fyrir framlag sitt til samfélagsins. Leitað var til rektora háskólanna um tilnefningar og bárust fjölmargar ábendingar um konur sem skarað hafa fram úr á sínu fagsviði og verið öðrum góðar fyrirmyndir.

Með viðurkenningunni vill stjórn Félags háskólakvenna vekja athygli á ólíkum störfum og afrekum félagskvenna sinna svo það megi verða hvatning öðrum konum sem stunda langskólanám.

View Event →
Oct
28
7:03 PM19:03

Sáttamiðlun - leið til að leysa vandann

Félagskonum FHK er boðið að taka þátt í fræðslufundi Bandalags kvenna í Reykjavík sem haldinn er fimmtudaginn 28. október nk. kl. 19.30.

Vilborg Þ.K. Bergman lögfræðingur og sáttamiðlari verður með erindi sem ber hetiði Hvað er sáttamiðlun? Ákall eftir sáttamiðlun með virku úrræði á Íslandi hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og mun Vilborg fara yfir hvað er sáttamiðlun og hvernig nýtist sáttamiðlun best.

Aðgangur ókeypis og kaffi og konfekt á boðstólum.

View Event →
Oct
21
3:00 PM15:00

Staða drengja í menntakerfinu - óháð skólastigi

Staða drengja í menntakerfinu - óháð skólastigi

Hátíðarsalur Háskóla Íslands

Félag háskólakvenna var stofnað árið 1928 með það að markmiði að hvetja og styrkja konur til mennta, að virða og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunamálum sem snerta bætta stöðu kvenna og stúlkna.

Konur eru nú meirihluti háskólanema á Íslandi og því beinir Félag háskólakvenna sjónum sínum að stöðu drengja og ungra karlmanna í menntakerfinu á Íslandi.

Dagskrá:

Ásta Dís Óladóttir formaður Félags háskólakvenna
Tryggvi Hjaltason formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður greiningardeildar CCP
Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verzlunarskóla Íslands
Anna María Gunnarsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands
Vilborg Einarsdóttir meðstofnandi Mentor og framkvæmdastjóri Bravo Earth

Pallborð:

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands
Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík

Aðgangur ókeypis.

Staða drengja_auglýsing.jpg
View Event →
Oct
14
5:00 PM17:00

Heimsókn í Borgarleikhúsið

HEIMSÓKN Í BORGARLEIKHÚSIÐ
FIMMTUDAGINN 14. OKTÓBER KL. 17-19

Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri og Alexía Björg kynningarstjóri Borgarleikhússins taka á móti Félagi háskólakvenna fimmtudaginn 14. október frá kl 17-19.

Brynhildur og Alexía Björg fjalla um starf leikhússins og spennandi leikár sem framundan er.

Tekið verður á móti hópnum í forsal Borgarleikhússins og boðið verður upp á léttar veitingar.

Takið daginn frá. Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórnin

View Event →
Sep
29
3:00 PM15:00

Heimsókn á Alþingi

Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis býður Félagi háskólakvenna í heimsókn á Alþingi þar sem farið verður yfir sögu þingsins auk þess sem gengið verður um Alþingishúsið sem var reist á árunum 1880-1881. Tvær viðbyggingar hafa verið reistar við húsið síðan þá, Kringlan árið 1908 og Skálinn 2002.

Ragna stýrir skrifstofu Alþingis, framkvæmdum á vegum þingsins og hefur umsjón með fjárreiðum þess og eignum í umboði forseta. Ragna var áður aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gengdi stöðu dómsmálaráðherra 2009-2010.

Einungis er hægt að taka á móti 20 konum og því mikilvægt að skrá þátttöku sína á Facebook síðu félagsins á þræðinum þar sem viðburðurinn er kynntur. https://www.facebook.com/felaghaskolakvenna

Fyrstar koma, fyrstar fá.

View Event →
Jun
2
5:00 PM17:00

Aðalfundur FHK

Stjórn Félags háskólakvenna boðar hér með til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 2. júní 2021 kl.  17.00.  Fundurinn verður haldinn í Grósku við Vatnsmýri á 1. hæð. Atkvæðisrétt hafa þeir sem greitt hafa félagsgjöld.

Dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og ritara.

  2. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

  3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

  4. Kosning stjórnar.

  5. Kosning skoðunarmanna reikninga.

  6. Ákvörðun árgjalds.

  7. Kosning í fastanefndir samkvæmt ákvörðun stjórnar.

  8. Önnur mál.

Í framboði til stjórnar eru:

1.       Ásta Dís Óladóttir

2.       Áshildur Bragadóttir

3.       Vilborg Einarsdóttir

4.       Guðmunda Smáradóttir

5.       Margrét Kristín Sigurðardóttir

Til vara:

1.       Ruth Elfarsdóttir

 

Vinsamlegast tilkynnið mætingu með tölvupósti á netfangið felaghaskolakvenna@gmail.com.

Reykjavík, 24. maí 2021.

Stjórn Félags háskólakvenna

View Event →
Aug
26
5:00 PM17:00

Göngum saman í Gálgahrauni

Á tímum COVID-19 ætlar Félag háskólakvenna að efna til göngu um Fógetastíginn í Gálgahrauni á Álftanesi miðvikudaginn 26. ágúst kl. 17.00. Góðir gönguskór og veðurspá sem lofar góðu.
Við virðum sóttvarnarreglur um leið og við njótum náttúrufegurðar og fróðleiks. Anna Ólafsdóttir Björnsson,
sagnfræðingur, ætlar að segja okkur frá því helsta sem á vegi okkar verður en gangan er 4,7 km og tekur um 1,5 klst.
Gangan hefst við Bessastaðakirkju þar sem afhenda á
rannsóknarstyrki félagsins en styrkina hljóta Marta Serwatco og Salvör Rafnsdóttir.
Óskað er eftir skráning á netfangið:
felaghaskolakvenna@gmail.com

gálgahraun.jpg
View Event →
Jun
2
5:00 PM17:00

Aðalfundur FHK 2. júní kl. 17.00

AÐALFUNDARBOÐ

Stórn Félags háskólakvenna boðar hér með til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 17.00.  Fundurinn verður haldinn í aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Dagskrá

1.       Kosning fundarstjóra og ritara.

2.       Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

3.       Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

4.       Kosning stjórnar.

5.       Kosning skoðunarmanna reikninga.

6.       Ákvörðun árgjalds.

7.       Lagabreytingar, ef einhverjar eru.

8.       Kosning í fastanefndir samkvæmt ákvörðun stjórnar.

9.       Lagabreyting, tillaga stjórnar

10.   Önnur mál.

Stjórn leggur til eftirfarandi lagabreytingar.

Breytingartillaga á 1. gr. er að felld verði niður aðild að Bandalagi kvenna í Reykjavík. Félag háskólakvenna starfar á landsvísu og er í samstarfi við alþjóðasamtök háskólakvenna.  Stjórn telur aðild að Bandalagi kvenna í Reykjavík sé ekki lengur í takt við tíðarandann.

1.       gr. hljómar svo

Heiti félags, heimili og hlutverk

1.    gr.

Félagið heitir Félag háskólakvenna. Félagið er aðili að Alþjóðasambandi háskólakvenna (International Federation of University Women), Bandalagi kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélagi Íslands.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.

-------------------------------

Greinin hljóði því svo.

Félagið heitir Félag háskólakvenna. Félagið er aðili að Alþjóðasambandi háskólakvenna (GWI – Graduate Women International) og Kvenréttindafélagi Íslands.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.

Stjórn gerir breytingartillögu að 3.gr. um félagsaðild og telur tímabært að félagið sé opið öllum sem lokið hafa háskólaprófi og aðild að félaginu sé ekki bundin við búsetu á Íslandi.

Greinin er svohljóðandi.

Félagsaðild

3. gr.

Í Félagi háskólakvenna geta verið:

  1. Konur búsettar á Íslandi, sem útskrifast hafa úr íslenskum eða erlendum háskólum.

  2. Konur sem að loknu stúdentsprófi hafa tekið próf frá viðurkenndum sérskóla sem telst jafngilt háskólaprófi.

------------------------------------

Greinin hljóði svo;

Í Félagi háskólakvenna geta verið:

  1. Háskólamenntaðir einstaklingar sem útskrifast hafa úr íslenskum eða erlendum háskólum sem hægt er að færa sönnur á með afriti af háskólaprófi.

  2. Einstaklingar sem að loknu stúdentsprófi hafa tekið próf frá viðurkenndum sérskóla sem telst jafngilt háskólaprófi.

Vakin skal athygli á því að skv. lögum félagsins hafa einungis félagskonur sem greitt hafa félagsgjöld atkvæðisrétt á aðalfundi.

Reykjavík, 25. maí 2020.

Stjórn Félags háskólakvenna.

FHK_fb_profile-03.jpg
View Event →
May
28
5:00 PM17:00

Hvað ef heimilið er ekki griðastaður?

Félag háskólakvenna heimsækir Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis fimmtudaginn 28. maí kl. 17.00. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, teymisstjóri, tekur á móti félagskonum í húsakynnum Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg.

Fjöldi takmarkast við 40 og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst í gegnum netfangið: felaghaskolakvenna@gmail.com.

Bjarkarhlíð.png
View Event →
Háskólakona ársins 2019
Nov
20
5:00 PM17:00

Háskólakona ársins 2019

Við heiðrum Háskólakonu ársins 2019 þann 20. nóvember nk. á Hótel Holti kl. 17.

Stjórn Félags háskólakvenna heiðrar hér Háskólakonu ársins fyrir framúrskarandi framlag hennar til samfélagsins, sem hefur verið brautryðjandi á sínu fagsviði og er öðrum háskólakonum góð fyrirmynd.

Skráning fer fram á netfanginu felaghaskolakvenna@gmail.com

Fréttir um Háskólakonu ársins:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/10/11/anna_er_haskolakona_arsins_2018/

https://www.frettabladid.is/lifid/anna-orvaldsdottir-valin-haskolakona-arsins/

https://www.hi.is/frettir/unnur_anna_valin_haskolakona_arsins

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=74968

View Event →
Sep
26
5:00 PM17:00

Heimsókn í Háskóla Íslands

Það fer vel á því að fyrsti fundur starfsársins verði í eina af okkar helstu menntastofnunum, Háskóla Íslands. Rektor Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson og aðstoðarrektor Steinunn Gestsdóttir bjóða félagskonum í heimsókn þriðjudaginn 1. október kl. 17.00 í Hátíðarsal í aðalbyggingu háskólans.

Dagskrá:
- Jón Atli Benediktsson mun segja frá starfsemi skólans og þeim metnaðarfullu markmiðum sem sett hafa verið fyrir skólann.
- Steinunn Gestsdóttir verður með áhugavert erindi um umbótaverkefni sem unnið hefur verið að til að efla framgang kvenna í háskólaumhverfinu þar sem meðal annars verður farið inn á kulnun og akademísk húsverk.

Veitingar verða í boði og því er skráning nauðsynleg.
Vinsamlega skráið ykkur á viðburðinn á Facebook síðu félagsins:

https://www.facebook.com/events/407310129927032/

HÍ.jpg
View Event →
Sep
16
4:30 PM16:30

Stefnumótunarfundur Félags háskólakvenna

Stjórn Félags háskólakvenna efnir til stefnumótunarfundar mánudaginn 16. september kl. 16.30-18.30 í húsnæði Íslandsbanka við Smáralind í Kópavogi. Óskað er eftir að allar þær sem taka þátt í fundinum verði búnar að kynna sér félagið á vefsíðunni www.felaghaskolakvenna.is. Allar háskólakonur eru velkomnar.

Með kveðju,
Stjórn FHK

be-creative-creative-drawing-256514.jpg
View Event →
Heimsókn til umboðsmanns barna
Mar
20
8:30 PM20:30

Heimsókn til umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, ætlar að taka á móti Félagi háskólakvenna þriðjudaginn 26. mars næstkomandi kl. 17.00. Heimsóknin fer fram í húsakynnum umboðsmanns barna í Kringlunni 1. Umboðsmaður barna á Íslandi er eins og nafnið gefur til kynna verndari ungra Íslendinga, vinnur að bættum hag barna og ungmenna allt að 18 ára aldri og stendur vörð um hagsmuni, réttindi og þarfir þeirra bæði gagnvart opinberum aðilum og einkaaðilum á öllum sviðum samfélagsins. Viðfangsefni umboðsmanns barna eru fjölmörg og ætlar Salvör að segja okkur frá starfi sínu og helstu málefnum sem hún er að fást við.

Skráning á netfangið felaghaskolakvenna@gmail.com.

Umboðsmaður barna.png
View Event →