Back to All Events

Jólafundur Félags háskólakvenna á Hótel Holti

Jólafundur Félags háskólakvenna á Hótel Holti, fimmtudaginn 23. nóvember og hefst kl. 18:00.

Að venju munum við fá góða gesti til okkar sem og njóta góðra veitinga í fallegu umhverfi.

Gestir jólafundarins í ár verða:

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttamaður á RÚV. Sigríður er stúdent frá MR og nam sagnfræði og spænskar bókmenntir við HÍ og háskólann í Salamanca og blaðamennsku við Columbia-háskóla í New York. Sigríður hefur starfað sem fréttamaður við Ríkisútvarpið um árabil og m.a. verið umsjónarmaður umræðuþáttarins Silfur Egils. Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016, og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningar-verðlauna DV. Skáldsagan Hamingja þessa heims, riddarasaga var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2022. Sigríður mun gefa okkur innsýn í verk sín og m.a. segja okkur frá tengingu þeirra við innri og ytri hamfarir. Þá mun Sigríður fjalla um hvernig efnistökin koma til hennar og hvað hún sé með í smíðum þessi misserin.

Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sérsvið hennar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði. Sólveig er stúdent frá MH og útskrifaðist sem Theol. Cand. frá HÍ árið 1985. Doktorsprófi í guðfræðilegri siðfræði lauk Sólveig Anna frá Háskólanum í Uppsala í Svíþjóð árið 1998. Eftir doktorspróf starfaði hún sem lektor í siðfræði við Guðfræðideild Uppsalaháskóla. Sólveig hefur starfað við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ frá árinu 2008. Á fundinum mun Sólveig Anna segja okkur frá sérsviðum sínum og m.a. tengja boðskap jólanna við feminísk siðfræði.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og endilega takið með ykkur vinkonu.

Staður: Hótel Holt, Bergstaðastræti 37.

Stund: 23. nóvember kl. 18:00-20:00

Skráning: felaghaskolakvenna@gmail.com

Earlier Event: October 24
Heimsókn í HR - Magnavita