Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis býður Félagi háskólakvenna í heimsókn á Alþingi þar sem farið verður yfir sögu þingsins auk þess sem gengið verður um Alþingishúsið sem var reist á árunum 1880-1881. Tvær viðbyggingar hafa verið reistar við húsið síðan þá, Kringlan árið 1908 og Skálinn 2002.
Ragna stýrir skrifstofu Alþingis, framkvæmdum á vegum þingsins og hefur umsjón með fjárreiðum þess og eignum í umboði forseta. Ragna var áður aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gengdi stöðu dómsmálaráðherra 2009-2010.
Einungis er hægt að taka á móti 20 konum og því mikilvægt að skrá þátttöku sína á Facebook síðu félagsins á þræðinum þar sem viðburðurinn er kynntur. https://www.facebook.com/felaghaskolakvenna
Fyrstar koma, fyrstar fá.