Gleðileg nýtt á kæru háskólakonur.
Fyrsti viðburður ársins verður á fimmtudaginn 9. janúar frá kl 12.00 til 13.00. Þá tekur lektor Listaháskólans, Kristín Eysteinsdóttir, á móti félagskonum og segir frá fjölbreyttri starfsemi skólans, helstu áskorunum og framtíðarsýn.
Kristín Eysteinsdóttir lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007 en áður hafði hún lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002. Kristín var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2014 og gegndi þeirri stöðu til ársins 2020. Kristín starfaði sem prófessor og fagstjóri við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands frá ágúst 2022 og tók við sem rektor háskólans í apríl 2023.
Samkvæmt vefsíðu Listaháskólans þá er LHÍ er skóli allra listgreina og einstakur á alþjóðavísu að því leyti að námsframboð er afar fjölbreytt en nemendur eru hlutfallslega fáir í samhengi við námsframboð. Listaháskólinn er eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi og hefur því víðtæku hlutverki að gegna gagnvart landsmönnum. Skólinn starfar í alþjóðlegu umhverfi og miðar sig við þá skóla í nágrannalöndunum sem þykja skara fram úr í kennslu og miðlun þekkingar á sviðum lista.
Hittumst sem flestar þann 9. janúar í Listaháskólanum, Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík. Gengið er inn um aðalinngang frá neðra bílastæði.
Hægt er að skrá sig á viðburðinn með því að senda tölvupóst á felaghaskolakvenna@gmail.com.