Þann 26. september næstkomandi kl: 11:30-13:00 er boðað til hádegisfundar á Hótel Holti þar sem Margrét Jónsdóttir Njarðvík, spænskufræðingur og rektor Háskólans á Bifröst sýnir á sér nýja hlið.
Býr pílagrímur í okkur öllum?
Á fundinum munum við velta því fyrir okkur hvort pílagrím sé að finna í okkur öllum og hvað hvetji fólk, fyrr og síðar til pílagrímsferða? Margrét hefur farið oftar en 20 sinnum Jakobsveginn, stundum allt að 1000 km í senn en oftast 300 km hverju sinni. Margrét mun fjalla um hvað það er að vera pílagrímur og hvernig það tengist því að lifa í grósku og hætta aldrei að vinna með sig
Njótum þess að eiga góða hádegisstund saman á Hótel Holti í góðra kvenna hópi. Félagskonur eiga þess kost að kaupa hádegisverð frá eldhúsi Hótel Holts á sanngjörnu verði.
Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið felaghaskolakvenna@gmail.com
Hlökkum til þess að sjá ykkur sem flestar!