AÐALFUNDARBOÐ
Stórn Félags háskólakvenna boðar hér með til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn í aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Dagskrá
1. Kosning fundarstjóra og ritara.
2. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning skoðunarmanna reikninga.
6. Ákvörðun árgjalds.
7. Lagabreytingar, ef einhverjar eru.
8. Kosning í fastanefndir samkvæmt ákvörðun stjórnar.
9. Lagabreyting, tillaga stjórnar
10. Önnur mál.
Stjórn leggur til eftirfarandi lagabreytingar.
Breytingartillaga á 1. gr. er að felld verði niður aðild að Bandalagi kvenna í Reykjavík. Félag háskólakvenna starfar á landsvísu og er í samstarfi við alþjóðasamtök háskólakvenna. Stjórn telur aðild að Bandalagi kvenna í Reykjavík sé ekki lengur í takt við tíðarandann.
1. gr. hljómar svo
Heiti félags, heimili og hlutverk
1. gr.
Félagið heitir Félag háskólakvenna. Félagið er aðili að Alþjóðasambandi háskólakvenna (International Federation of University Women), Bandalagi kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélagi Íslands.
Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.
-------------------------------
Greinin hljóði því svo.
Félagið heitir Félag háskólakvenna. Félagið er aðili að Alþjóðasambandi háskólakvenna (GWI – Graduate Women International) og Kvenréttindafélagi Íslands.
Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.
Stjórn gerir breytingartillögu að 3.gr. um félagsaðild og telur tímabært að félagið sé opið öllum sem lokið hafa háskólaprófi og aðild að félaginu sé ekki bundin við búsetu á Íslandi.
Greinin er svohljóðandi.
Félagsaðild
3. gr.
Í Félagi háskólakvenna geta verið:
Konur búsettar á Íslandi, sem útskrifast hafa úr íslenskum eða erlendum háskólum.
Konur sem að loknu stúdentsprófi hafa tekið próf frá viðurkenndum sérskóla sem telst jafngilt háskólaprófi.
------------------------------------
Greinin hljóði svo;
Í Félagi háskólakvenna geta verið:
Háskólamenntaðir einstaklingar sem útskrifast hafa úr íslenskum eða erlendum háskólum sem hægt er að færa sönnur á með afriti af háskólaprófi.
Einstaklingar sem að loknu stúdentsprófi hafa tekið próf frá viðurkenndum sérskóla sem telst jafngilt háskólaprófi.
Vakin skal athygli á því að skv. lögum félagsins hafa einungis félagskonur sem greitt hafa félagsgjöld atkvæðisrétt á aðalfundi.
Reykjavík, 25. maí 2020.
Stjórn Félags háskólakvenna.