Stjórn Félags háskólakvenna býður til samkomu í tilefni af afhendingu viðurkenningar félagsins um háskólakonu ársins 2023. Afhendingin fer fram á Hótel Holti, Þingholti, næstkomandi fimmtudag, 21. mars kl. 18.00.
Við valið á háskólakonu ársins er horft til þess til viðbótar við að viðurkenningarhafi hafi háskólagráðu að framlag háskólakonu ársins til samfélagsins þyki skara fram úr, að hún sé brautryðjandi á sínu fagsviði og að hún sé góð fyrirmynd fyrir aðrar háskólakonur.
Tilgangurinn með viðurkenningunni er að vekja athygli á fjölbreyttum starfsvettvangi háskólakvenna, beina kastljósinu að störfum þeirra og rannsóknum og undirstrika framlag þeirra til samfélagsins. Auk þess sem félagið vill fagna framgangi þeirra, áræðni og sérstökum árangri.
Vinsamlegast skráið þátttöku á netfang Félags háskólakvenna: felaghaskolakvenna@gmail.com