Félag háskólakvenna stendur fyrir viðburði miðvikudaginn 23. febrúar kl. 17.00 hjá Háskólanum í Reykjavík, stofu M101, þar sem nýkjörin háskólakona ársins Dr. Erna Sif Arnardóttir lektor við verkfræðideild og forstöðumaður Svefnseturs við Háskólann í Reykjavík verður með erindi. Boðið verður upp á veitingar að erindi loknu.
Dagskrá:
Ásta Dís Óladóttir formaður FHK býður félagskonur velkomnar
Erna Sif Arnardóttir flytur erindi um svefn og svefnvandamál kvenna
Um Ernu Sif Arnardóttur
Erna Sif hefur verið leiðandi vísindamaður á sviði svefnrannsókna hér á landi, m.a. sem nýdoktor og aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands, sem forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild við Landspítala, sem klínískur ráðgjafi hjá fyrirtækinu Nox Medical og sem rannsóknasérfræðingur við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Niðurstöður rannsókna hennar hafa birst í ýmsum virtustu tímaritum heims á viðkomandi fræðasviðum og þúsundir fræðimanna hafa vitnað í greinar hennar og rannsóknir.
Vinsamlega staðfestið mætingu á viðburðinn eigi síðar en 22. febrúar með því að senda tölvupóst á Guðmundu Smáradóttur ritara FHK á netfangið gudmunda@lbhi.is.