Félag Háskólakvenna veitir rannsóknarstyrk

Félag háskólakvenna veitti rannsóknarstyrk félagsins að fjárhæð 500.000 kr. í kjölfar aðalfundar félagsins þann 5.júní. Anna Guðrún Ragnarsdóttir, doktorsnemi í hagfræði við HÍ hlaut styrkinn í ár. Anna Guðrún er með BS og MS gráðu í hagfræði. Í rannsókn sinni skoðar Anna Guðrún framlag kynjanna til heimilisstarfa og tengsl þess við lífsánægju einstaklinga og atvinnuþátttöku. Framlag rannsóknarinnar er m.a. dýpri skilningur á því hversvegna konur vinna að meðaltali færri vinnustundir en karlar. Niðurstöður munu geta nýst við mótun opinberrar stefnu með það að markmiði að auka atvinnuþátttöku kvenna.

Dómnefnd skipaði Ásgerður Halldórsdóttir, Björg Jónsdóttir og Vaka Óttarsdóttir.

Hjartanlega til hamingju Anna Guðrún.