Rannsóknarstyrkir Félags háskólakvenna voru afhentir í Bessastaðakirkju miðvikudaginn 26. ágúst. Félaginu bárust 12 umsóknir og voru það þær Marta Serwatco og Salvör Rafnsdóttir sem hlutu hvor um sig 250 þúsund króna styrk.
Rannsókn Mörtu lítur að mikilvægi hrota og öndunarstoppa fyrir andlega og líkamlega heilsu íslenskra barna. Rannsókn Salvarar snýr að uppgötvun frumuferla, gena og lyfja sem miðla kæliviðbragði í spendýrafrumum.
Í fyrra hlaut rannsóknarstyrk FHK Ingunn Gunnarsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands með sérhæfingu í sjálfbærri orkuþróun og sjálfbærnivísum.