Félag háskólakvenna stóð fyrir göngu frá Bessastaðakirkju í Gálgahraun þar sem genginn var meðal annars Fógetastígur. Félagskonur fjölmenntu í gönguna og nutu þær náttúrufegurðar og fróðleiks en Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur, var með áhugaverðar frásagnir á gönguleiðinni. Hluti félagskvenna gengu alla leið í Sjálandið á meðan aðrar gengu til baka til Bessastaðakirkju.
Á Facebook er hægt að skoða fleiri myndir frá göngunni.