Aðalfundur FHK fór fram í aðalbyggingu Háskóla Íslands þriðjudaginn 2. júní kl. 17-18. Á fundinn mættu 11 félagskonur. Stjórn gerði grein fyrir störfum félagsins, lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Tvær lagabreytingar voru lagðar fyrir fundinn. Önnur var samþykkt en ákveðið að bíða með hina.
Stjórn gerði breytingartillögu um 3.gr. um félagsaðild þannig að félagið sé opið öllum sem lokið hafa háskólaprófi og aðild að félaginu sé ekki bundin við búsetu á Íslandi. Sú breytingartillaga var samþykkt á fundinum. Ákveðið var að bíða með breytingartillögu sem gerir ráð fyrir að í 1. gr. verði felld niður setning um aðild að Bandalagi kvenna í Reykjavík þar sem Félag háskólakvenna starfar á landsvísu og er í samstarfi við alþjóðasamtök háskólakvenna.
Í stjórn Félags háskólakvenna 2020-2021 eru: Elísabet Sveinsdóttir, Hanna Lára Helgadóttir, Halldóra Traustadóttir, Helga Guðrún Johnson og Margrét Kristín Sigurðardóttir. Varamenn eru Auður Kristinsdóttir og Sandra Sif Magnúsdóttir.