Heimsókn FHK í Bjarkarhlíð

Félag háskólakvenna stóð fyrir heimsókn í Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Það var Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, sem tók vel á móti félagskonum í húsakynnum Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg. Ragna flutti áhugavert erindi fyrir félagskonur og í framhaldinu spunnust umræður. Formaður FHK, Halldóra Traustadóttir, þakkaði Rögnu fyrir góða innsýn í starfsemina og móttökurnar. Viðburðurinn fór fram fimmtudaginn 28. maí.

Halldóra Traustadóttir, formaður FHK, og Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar.

Halldóra Traustadóttir, formaður FHK, og Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar.

Margrét Kristín Sigurðardóttir, Halldóra Traustadóttir, Ragna Björg Guðbrandsdóttir, Hanna Lára Helgadóttir og Helga Guðrún Johnson.

Margrét Kristín Sigurðardóttir, Halldóra Traustadóttir, Ragna Björg Guðbrandsdóttir, Hanna Lára Helgadóttir og Helga Guðrún Johnson.