Félag háskólakvenna stóð fyrir heimsókn í Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Það var Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, sem tók vel á móti félagskonum í húsakynnum Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg. Ragna flutti áhugavert erindi fyrir félagskonur og í framhaldinu spunnust umræður. Formaður FHK, Halldóra Traustadóttir, þakkaði Rögnu fyrir góða innsýn í starfsemina og móttökurnar. Viðburðurinn fór fram fimmtudaginn 28. maí.