Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá veitti forseti Íslands fjórtán einstaklingum fálkaorðu á Nýársdag, þar á meðal okkar einstöku Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Geirlaug hlaut heiðursmerkið fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar.
Stjórn Félags háskólakvenna óskar Geirlaugu innilega til hamingju með viðurkenninguna - við erum afar stoltar af okkar konu.
Þess má geta að Geirlaug var formaður Félags háskólakvenna frá 1995 til 2010 og hlaut heiðursviðurkenningu félagsins fyrir brautryðjendastarf og ómetanlegt framlag til félagsins.