Í gær var Erna Sif Arnardóttir Háskólakona ársins 2021 með mjög áhugavert erindi um svefn og svefnvandamál kvenna á vegum Félags háskólakvenna. Tuttugu konur voru á viðburðinum og fleiri fylgdust með í streymi. Við þökkum öllum sem tóku þátt og vonumst til að sjá sem flestar á næsta viðburð þann 23. mars en þá mun Eliza Reid forsetafrú kynna bók sína “Leyndarmál Sprakkana” sem segir frá því hvernig íslenskar konur eru við það að ná kynjajafnrétti. Nánari upplýsingar verða kynntar hér og á facebook síðu félagsins þegar nær dregur.