Málþing um stöðu drengja í menntakerfinu - óháð skólastigi

Félag háskólakvenna stendur fyrir opnu málþingi um stöðu drengja í menntakerfinu, óháð skólatstigi. Konur eru nú í meirihluta háskólanema á Íslandi og því ákvað stjórn félagsins að ástæða væri til að beina sjónum að stöðu drengja og ungra karlmanna í menntakerfinu hérlendis.

Reynslumiklir aðilar sem láta sig menntamál varða verða með erindi á ráðstefnunni, Ásta Dís Óladóttir formaður Félags háskólakvenna, Anna María Gunnarsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verzlunarskóla Íslands og Tryggvi Hjaltason formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður greiningardeildar CCP og Vilborg Einarsdóttir meðstofnandi Mentor og framkvæmdastjóri Bravo Earth.

Að erindum loknum verða pallborðsumræður sem í taka þátt rektorar þriggja háskóla, Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík. Pallborðsumræðum stýrir Áshildur Bragadóttir varaformaður Félags háskólakvenna.

Málþingið fer fram 21. október í Hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst kl. 15.00.

Allir velkomnir.

Streymt verður frá fundinum: https://livestream.com/hi/stadadrengja