Ný stjórn Félags háskólakvenna

Á aðalfundi Félags háskólakvenna sem haldinn var í Grósku í gær var kosin ný stjórn sem í sitja Ásta Dís Óladóttir, formaður,  Áshildur Bragadóttir, varaformaður, Guðmunda Smáradóttir, ritari, Vilborg Einarsdóttir, gjaldkeri, og Margrét Kristín Sigurðardóttir, meðstjórnandi. Varamenn eru Ruth Elfarsdóttir og Katrín Kristjana Hjartardóttir.

Félag háskólakvenna sem var stofnað árið 1928 er aðili að Alþjóðasambandi háskólakvenna (Graduated Women International, GWI). Félag háskólakvenna stendur meðal annars fyrir vali á Háskólakonu ársins og veitir rannsóknarstyrki auk þess að stuðla að umræðu og fræðslu. Í félaginu geta verið háskólamenntaðir einstaklingar sem útskrifast hafa úr íslenskum eða erlendum háskólum.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Margrét Kristín Sigurðardóttir,  Vilborg Einarsdóttir, Ásta Dís Óladóttir, formaður, Áshildur Bragadóttir, Ruth Elfarsdóttir, Guðmunda Smáradóttir og Katrín Kristjana Hjartardóttir.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Margrét Kristín Sigurðardóttir,  Vilborg Einarsdóttir, Ásta Dís Óladóttir, formaður, Áshildur Bragadóttir, Ruth Elfarsdóttir, Guðmunda Smáradóttir og Katrín Kristjana Hjartardóttir.