Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar tók vel á móti félagskonum í Félagi háskólakvenna í móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag. Glatt var á hjalla og Þórdís Lóa kynnti fyrir okkur hvernig störf borgarfulltrúa ganga fyrir sig og í hverju felst að vera forseti borgarstjórnar.
Félagskonur fengu einnig að skoða sig um í Ráðhúsinu og var farið í borgarstjórnarsal ráðhússins þar sem Þórdís Lóa sagði okkur frá því hvernig borgarstjórnarfundir ganga fyrir sig.
Magnea Gná Jóhannsdóttir fyrsti varaforseti borgarstjórnar kíkti á okkur þegar líða tók á móttökuna og fengu Þórdís Lóa og Magnea margar spurningar frá félagskonum sem var svarað af einlægni.
Eins og myndirnar sýna var móttakan hin skemmtilegasta og mikið hlegið.