Fróðleg heimsókn FHK til umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, tók á móti fjölmennum hópi félagskvenna FHK þriðjudaginn 26. mars í húsakynnum embættisins í Kringlunni 1. Salvör sagði frá starfsemi umboðsmanns barna á Íslandi en eins og nafnið gefur til kynna er hann verndari ungra Íslendinga, vinnur að bættum hag barna og ungmenna allt að 18 ára aldri og stendur vörð um hagsmuni, réttindi og þarfir þeirra bæði gagnvart opinberum aðilum og einkaaðilum á öllum sviðum samfélagsins. Í máli Salvarar kom fram að viðfangsefni umboðsmanns barna eru fjölmörg og sum hver viðkvæm en hjá embættinu starfa 4 starfsmenn. Á Facebook FHK er hægt að skoða fleiri myndir frá viðburðinum.

Halldóra Traustadóttir, Helga Guðrún Johnson, Salvör Nordal, Hanna Lára Helgadóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir.

Halldóra Traustadóttir, Helga Guðrún Johnson, Salvör Nordal, Hanna Lára Helgadóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir.

55514035_416415575597477_7038633056550256640_n.jpg
Formaður FHK færði Salvöru blómvönd sem þakkir fyrir að taka á móti félagskonum.

Formaður FHK færði Salvöru blómvönd sem þakkir fyrir að taka á móti félagskonum.

Salvör 2.jpg