Margrét Kristín Sigurðardóttir er heiðursfélagi

Margrét Kristín Sigurðardóttir, félagskonu FHK til margra ára var gerð að heiðursfélaga Félags háskólakvenna á 90 ára afmælishátíð félagsins í Hátíðarsal Háskóla Íslands14. nóvember síðastliðinn. Margrét, sem fædd er 1931, hóf háskólanám á miðjum aldri – eða eftir að hún hafði komið upp fjórum börnum og sent þau af stað út í lífið. Hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1991. Hún var deildastjóri launadeildar Landspítalans til 1995 og eftir það deildarstjóri fjárreiðudeildar spítalans. Áður hafði hún um árabil unnið sem ritari á Landspítalanum og sem leiðsögumaður.

Margrét hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina og tekið virkan þátt í félagsmálum síns samfélags.  Hún átti lengi sæti í stjórn sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar og gegndi þar formennsku um tíma, átt sæti í jafnréttismálanefnd Bandalags kvenna í Reykjavík, sat í stjórn Félags leiðsögumanna og einnig í stjórn Félags háskólakvenna um árabil. Hún var lengst af gjaldkeri félagsins og átti drjúgan þátt í því öfluga starfi sem félagið hélt úti á þeim tíma.

Þá var Margrét fulltrúi félagsins í Mæðrastyrksnefnd árum saman og fjármálastjóri nefndarinnar um skeið. Hún hefur alla tíð lagt hart að sér við að þjóna þeim málstað, stóð vaktina með miklum sóma við úthlutanir og aðra starfsemi Mæðrastyrksnefndar. Til dæmis útvegaði hún nefndinni stórt húsnæði sem skipti sköpum fyrir starfsemina sem óx mjög að umfangi þau ár sem Margrét léði henni krafta sína. Allt það starf fyrir Mæðrastyrksnefnd er unnið í sjálfboðavinnu.

Margréti var veitt heiðursfélaganafnbót fyrir hennar miklu og góðu störf í þágu Félags háskólakvenna um árabil.

Á myndinni eru Hanna Lára Helgadóttir, gjaldkeri FHK, Margrét Kristín Sigurðardóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður FHK.

fhk_14112018-35.jpg