Back to All Events

Heimsókn í Háskóla Íslands

Það fer vel á því að fyrsti fundur starfsársins verði í eina af okkar helstu menntastofnunum, Háskóla Íslands. Rektor Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson og aðstoðarrektor Steinunn Gestsdóttir bjóða félagskonum í heimsókn þriðjudaginn 1. október kl. 17.00 í Hátíðarsal í aðalbyggingu háskólans.

Dagskrá:
- Jón Atli Benediktsson mun segja frá starfsemi skólans og þeim metnaðarfullu markmiðum sem sett hafa verið fyrir skólann.
- Steinunn Gestsdóttir verður með áhugavert erindi um umbótaverkefni sem unnið hefur verið að til að efla framgang kvenna í háskólaumhverfinu þar sem meðal annars verður farið inn á kulnun og akademísk húsverk.

Veitingar verða í boði og því er skráning nauðsynleg.
Vinsamlega skráið ykkur á viðburðinn á Facebook síðu félagsins:

https://www.facebook.com/events/407310129927032/

HÍ.jpg
Earlier Event: September 16
Stefnumótunarfundur Félags háskólakvenna
Later Event: November 20
Háskólakona ársins 2019